Í dag var fræðslufundur um sjálfbærni pappírs sem bar yfirskriftina ,,Sleggjudómar og staðreyndir ”.  Kristjana Guðbrandsdóttir sviðstjóri prentunar og miðlunar frá Iðan fræðslumiðstöð hélt fræðsluna fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins og var fundurinn bæði í raunheimum og netheimum.  Prentmet Oddi er Svansvottuð prentsmiðja og allur okkar pappír kemur frá nytjaskógum í Evrópu. Nytjaskógar eru mikilvægur þáttur í að byggja upp fjölbreytta skógarauðlind til sjálfbærra nytja. Við bjóðum upp á vistvænan og vottaðan pappír og styðjum við sjálfbæra skógrækt.
Við erum með að lágmarki 65% af umhverfisvottuðum pappír (Svansvottaður- eða EU vottaður). Um 35% af kartoni úr sjálbærum skógum sem má endurvinna.

Kristjana fræddi okkur um hvað prent- og pappírsinaðurinn er umhverfisvænn og sjálfbær og þá sérstaklega á Íslandi hjá Svansvottuðum prentsmiðjum sem nota hreina orku. Hún kom mikið inn á skógræktina sem fylgir iðnaðinum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem hann hefur.  Á hverjum degi stækka skógar á Norðurhveli jarðar um sem nemur 1.500 fótboltavöllum eða 1.500 x (ca. 70 x 100m.) vegna pappírsiðanaðrins.  Aðeins 13% af hverju tré er notað í prentiðnaðinn. Annað er nýtt í húsagerð, húsgagnagerð, orkunotkun, snyrtivörur, fatnað, síróp o.s.frv.  Á hverju ári mun þroskað tré taka um það bil 22 kg. af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefa frá sér súrefni í staðinn.  Nytjaskógar vaxa mun hraðar en náttúrulegir skógar og hafa því mun jákvæðari umhverfisáhrif en náttúrurlegir skógar.

Borin er virðing fyrir svæðum sem njóta náttúruverndar og einungis er gróðursett  í samræmi við tilmæli skógfræðinga og laga viðkomandi lands.
Pappír er ein mest endurunna vara heims. Rúmlega 70% af pappír í Evrópu er endurunninn og um 90 % á Íslandi.

Rúmlega helmingur trefja sem eru notaðar í pappírsiðnað eru úr endurunnum pappír.  Trefjar styttast og slitna, því þarf að viðhalda hringrásinni með nýjum trefjum úr sjálfbærum nytjaskógum.

Nytjaskógar hafa mjög jákvæð umhverfisáhrif

  • Binding koltvísýrings
  • Verndun lífríkis
  • Styður við næringarríkan jarðveg
  • Kemur í veg fyrir eyðingu skóga

Prentmet Oddi er stór aðili að Birkiverkefninu sem Landgræðsla Ríkisins og Skógræktin stendur fyrir. Átakið gengur út á það að breiða út Birkiskóga landsins.