Húsfyllir var enda sóttu 470 manns viðburðinn úr markaðs – og auglýsingageiranum. Veitt voru verðlaun í 14 flokkum. Auglýsingastofan Jónsson og Lemacks voru sigurvegarar kvöldsins en þeir hlutu alls 8 verðlaun. Sjö verk sem unnin voru hjá Prentmeti á síðasta ári skoruðu hátt á hátíðinni og voru tilnefnd til verðlaunanna, sem er frábær frammistaða. Rolex- Aðgöngumiðin sem Prentmet gerði vann t.d. í opna flokknum. Verkið var hannað af Auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks og formhönnunardeild Prentmets og fullunnið í Prentmeti. Tilnefningar verkanna frá Prentmeti sýna enn og aftur hversu megnugt fyrirtækið er og hvað það er skipað afburðar góðum starfsmönnum.