Spennandi tímar í bókavinnslu

29. janúar, 2025

Ný bókalína tekin í notkun

Prentmet Oddi hefur fjárfest og tekið í notkun nýja bókalínu. Með nýrri bókalínu getum við boðið upp á mun skemmri vinnslutíma á harðspjaldabókum. Þegar fyrrum eigendur Odda ákváðu að selja bókalínuna sína úr landi árið 2018 þurftu bókaútgefendur að bregðast við þeirri stöðu. Með þessu var ekki lengur afkastageta hjá innlendum prentsmiðjum til að prenta bækur með sama hraða og áður hafði boðist. Þar til nú er aftur orðið raunhæft að prenta bækur með skömmum fyrirvara. Er það von okkar að innlendir bókaútgefendur nýti sér þennan valkost og ákveði að taka endurprentanir aftur heim. Prentmet Oddi hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki í vinnslu bóka og nú einnig sterkum tækjakosti til að fullvinna bækur.

Á myndinni t.v. Hjörtur Skúlason framleiðslustjóri og bókbindaranir Telma Dögg Ólafsdóttir og Georg Pétur Kristjánsson ásamt  Agli Njálssyni vélamanni