Rannsókn hefur verið gerð á starfsánægju í Prentmet af Unni Ágústsdóttur og Hallfríði Brynjólfsdóttur sem eru nemendur við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Tilgangur þessarar rannsóknar hjá þeim var að skoða og greina hvort samband við yfirmann og sveigjanleiki gagnvart fjölskyldu hefði jákvæð áhrif á starfsánægju hjá Prentsmiðjunni Prentmet. Allir starfsmenn fengu afhenta spurningalista til útfyllingar. SPSS var notað við greiningu svara; meðaltöl og staðalfrávik skoðuð, fylgnigreining gerð (correlation) og einnig aðhvarfsgreining (regression analysis). Niðurstöður gefa til kynna að jákvætt samband sé á milli sambands við yfirmann og starfsánægju auk þess að leiða í ljós að starfsánægja innan fyrirtækisins er mikil.