Þetta var fimmta árið í röð sem starfsfólkið tekur þátt í deginum með þessum hætti. Framtakið hefur vakið verðskuldaða athygli í þjóðfélaginu, starfsfólkið komst í Kastljósið á síðasta ári og á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Fyrirtækið veitir verðlaun fyrir bestu og frumlegustu búningana og einnig er veitt sérstök viðurkenning og verðlaun fyrir frumlegustu deildina eða útibúið.
Í ár sigraði formhönnunardeildin (veiðideildin) fyrir að vera frumlegasta deildin og Guðrún Stefanía Haraldsdóttir í frágangsdeildinni í Reykjavík fékk verðlaun fyrir frumlegasta búninginn. Hún hannaði búninginn sjálf (geðveikur prestur) og var með lógó fyrirtækisins framan á sér. Hjá Prentmet Vesturlands fékk Petrún Berglind Sveinsdóttir verðlaun fyrir frumlegasta búninginn (Peta í stoppi) og hjá Prentmet Suðurlands hlaut Örn Grétarsson, prentsmiðjustjóri verðlaun fyrir frumlegasta búninginn (yfir hippi). Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af öskudeginum 2008 hjá Prentmeti.