Prentmet hélt sína árlegu sumar- og fjölskylduhátíð í Miðdal helgina 11.-13. júní sl. Margt var um manninn og fjölmennast á laugardeginum 12. júní, ca. 120 manns með börnum.

Komið var í glampandi sól á föstudeginum en á laugardeginum var úrhellisrigning svo lítið var hægt að vera í útileikjum, sem var auðvitað afar óheppilegt.  En Prentmet var með gott samkomutjald og það fór vel um alla í því og þar var farið í ýmsa leiki eins og kókosbollukeppni, boðhlaup, limbókeppni o.fl.  Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson ásamt Skapta Ólafssyni sáu um sönginn og tónlistina.  Einnig komu upp verðandi idolstjörnur af  allra yngstu kynslóðinni. Guðmundur Ragnarsson, kokkur á Lauga-ási, sá um matinn um kvöldið ásamt Ragnari syni sínum. Var maturinn mjög ljúffengur og góður að vanda hjá þeim feðgum. Allir tóku vel til matar síns.

Það  má ljóst vera að helgin var mjög vætusöm og fæstir rétt klæddir fyrir svona vætusamt veðurfar.  Allt var til alls nema veðrið vantaði.