Laugardaginn 19. ágúst sl. var sumar- og fjölskylduhátíð Prentmets haldin að Reynisvatni. Þar bauð Prentmet ehf. starfsmönnum sínum upp á veiði og veislu.

Lítið var um aflann hjá annars þrautseigum veiðimönnum sem spreyttu sig með alls kyns beitu við bakkann. Stjórn Starfsmannafélags Prentmets sá um leiki fyrir börnin og Bubbi skáti mætti í boði félagsins með reipi og boga á svæðið og leyfði spenntum starfsmönnum Prentmets að spreyta sig í „ Ólympíuleikum PM“.

Þegar leið á daginn fór útivistargarpurinn Rabbi í bátsferðir með börnin út á vatnið. Rabbi hefur í sumar veitt leiðsögn í gönguferðum Prentmets þar sem hann er alvanur fjallaferðum og útiveru almennt.

Guðmundur Ragnarsson, kokkur á Lauga-ási, sá um veitingar ásamt starfsfólki sínu og reiddi fram hlaðborð í samkvæmistjaldinu við vatnið.

Það er orðin hefð að Prentmet haldi sumar- og fjölskylduhátíð fyrir starfsfólkið, m.a. í þeim tilgangi að efla tengslin á meðal starfsmanna og kynnast utan vinnustaðarins. Hátíðin tókst með eindæmum vel og reyndist góður endir á annasömu sumri.

20060918 Reynisvatn02 20060918 Reynisvatn03 20060918 Reynisvatn04 20060918 Reynisvatn05