Prentmet stóð fyrir sinni árlegu sumar- og fjölskylduhátíð í Miðdal í landi Félags bókagerðarmanna um síðustu helgi, sem tókst í alla staði frábærlega. Boðið var upp á leiki og sprell fyrir börn og fullorðna og á laugardagskvöldinu grillaði snilldarkokkurinn Guðmundur Ragnarsson frá Lauga-ási ofan í mannskapinn.  Skapti Ólafsson stjórnaði fjöldasöng við undirleik Harðar Bjarnasonar, sem að sjálfsögðu eru báðir starfsmenn hér í Prentmeti. Þá söng Ari Jónsson, prentari í Prentmeti nokkrar af helstu perlum dægurlagatónlistarinnar. Veðrið var gott á staðnum alla helgina þó það hafi gert mikla rigningu í klukkutíma á laugardeginum, en það var bara gott fyrir gróðurinn. Tryggvi Rúnarsson, skurðarmaður okkar, tók meðfylgjandi myndir á hátíðinni.