Fyrsti hluti fyrirlestursins var byggður á mastersritgerð Margrétar Ákadóttur um áhrif takts til að örva minni, tal og tjáningu. Komið var inn á nýlegar rannsóknir um áhrif takts og talað hún um taktinn í tilverunni samkvæmt rannsóknum á sviði málvísinda, mannfræði og sálarfræði. Í seinni hluta fyrirlestursins fengu þátttakendur tækifæri til að reyna taktferli til að örva skapandi hugsun sem var mjög áhrifarík leið til að hrista starfsfólkið saman í orðsins fyllstu merkingu. Þessi fyrirlestur braut vel upp daglegt munstur á vinnustaðnum og markmiðið með honum var að örva skapandi hugsun, félagslega hæfni og samvinnu á vinnustað. Efnið var mjög áhugavert og Margrét var leikræn og kom því skemmtilega til skila.