Ástæðan fyrir kaupum Prentmets á vélinni var sú að fyrirtækið framleiðir umbúðir fyrir einn af viðskiptavinum sínum, sem hann selur til Bandaríkjanna og eru þær í dreifingu í WalMart og öðrum stórmörkuðum. Verslanir í Bandaríkjunum fara fram á að vörur sem seldar eru hjá þeim skuli vera með þjófavörn. Þessi viðskiptavinur Prentmets selur líka vörur til fjölda annarra Evrópu-landa og eru kröfur hjá þeim þjóðum að fara í sama farveg og í Bandaríkjunum. Prentmet hefur fengið fjölda fyrirspurna frá framleiðendum hér heima um sams konar varnir. Því var ákveðið að fjárfesta í vélbúnaði af þessu tagi. „Að mínu mati er ekki spurning um hvort, heldur hvenær verslanir hér á Fróni fara fram á þetta líka, þar sem mikið hefur verið til umræðu í fjölmiðlum að rýrnun verslana sé gríðarlega mikil vegna þjófnaðar. Ég er ekki í vafa um að hægt sé að minnka þá rýrnun verulega með þessum hætti og mun það koma viðskiptavinum til góða í lækkun vöruverðs og að sjálfsögðu viljum við taka þátt í því“, sagði Árni Björn hjá Prentmet. Hann segist hafa fulla trú á því að þegar menn átti sig á því hve lítið mál sé að setja varnir í umbúðirnar og hve miklum árangri þetta getur skilað, svo ekki sé talað um hvað kostnaðurinn er lítill, þá munu þeir setja slíkar varnir í sínar umúðir. „Þjófavarnir er búið að nota um heim allan í mörg ár en þá aðallega í sérvöruverslunum t.d. fataverslunum, en í matvöru-verslun má segja að banda-ríkjamenn séu lengst komnir í þessum málum og væru þeir ekki með þetta nema það bæri árangur. Einnig eru mörg önnur lönd sem nota þessar varnir. Fyrirtækið TSI á Írlandi sem selur okkur varnirnar sem settar eru í umbúðirnar sagði að það væri gríðalega mikil söluaukning hjá þeim ár frá ári og það segir allt sem segja þarf“, bætti Árni Björn við. Prentmet hefur alltaf haft besta og fullkomnasta tækjabúnað sem völ er á til að getað boðið upp á hraða þjónustu og mikil gæði og er þessi nýja vél einn liðurinn í því að auka þjónustustig Prentmets.

Steve Clune umboðsaðili frá TSI Írlandi og Greg Korbet frá EAM / USA framleiðenda sem sáu um uppsetningu á vélbúnaðinum.