Fyrirtækið GCG, alþjóðleg stjórnunarfræðsla, gerði skoðanakönnun meðal stærstu og kröfuhörðustu viðskiptavina Prentmets í mars 2007. Sambærileg könnun var einnig framkvæmd í mars árið 2004. Eins og áður höfðu stjórnendur Prentmets áhuga á að kanna hug viðskiptavina sinna gagnvart ákveðnum þáttum í þjónustunni, verðlagningu, gæðum, kynningarstarfsemi svo og ímynd fyrirtækisins. Stærð úrtaks var það sama og áður eða 80 fyrirtæki og skiptust þau aðallega í: Núverandi viðskiptavini Prentmets; tilvonandi viðskiptavini og auglýsingastofur. Könnunin kom mjög vel út og voru niðurstöður hennar jákvæðar árið 2004 og töluvert jákvæðari í ár. Ímynd Prentmets er tiltölulega skýr í hugum viðskiptavina og um 70% viðmælenda telja snögga, góða og persónulega þjónustu vera aðalsmerki fyrirtækisins.

20070604 Thjonustukonnun02