„Gamla og góða“ greindin sem mælist á greindarprófum var upphaflega hönnuð til að mæla líkur á árangri nemenda í prófum. Hún er alls ekki góð vísbending um árangur í starfi né velgengni í lífinu. Tilfinningagreind gefur mun betri vísbendingar um það.

Í erindinu var sérstaklega fjallað um tilfinningalega sjálfsmeðvitund, þar sem m.a. var rætt um:

  • mikilvægi þess að átta sig á hvernig manni líður á hverjum tíma og hvers vegna.
  • samhengið milli tilfinninga, hugsana, athafna og orða.
  • hvernig gildismat og tilfinningar tengjast.
  • af hverju og hvernig tilfinningarnar hafa áhrif á frammistöðu.
  • hvernig tilfinningar stuðla að betri markmiðasetningu og auka líkur á að ná þeim.

Tilfinningar geta verið mjög smitandi eins og t.d. tilfinningarnar gleði og hlýja hún smitasta mjög auðveldlega. „Smitleiðir“ eru greiðari frá persónu í meiri valdastöðu til fólks í minni valdastöðu. Því er mikilvægt að stjórnendur séu hlýlegir í glaðlegir svo að starfsmenn verði það líka. Við höfum ýmsar tilfinningalegar minningar sem hjálpa okkur síðar á lífsleiðinni t.d. hvernig foreldrar okkar hvöttu okkur og hugguðu okkur. Einnig getum við haft skekkjur vegna tilfinningalegra minninga t.d. þegar við vorum skömmuð með fullu nafni og þá eigum við til að verða smá óttaslegin þegar e.h. ávarpar okkur með fullu nafni á fullorðins árunum.

Fyrirlesturinn var mjög fræðandi, skemmtilegur og gagnlegur fyrir alla. Til þess að geta átt góða stjórn á okkar lífi og góða leikni í samskiptum við annað fólk þá þurfum við að þekkja okkar tilfinningar og vera félagslega meðvituð.