Prentmet Oddi er með vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfis­málum. Frá stofnun hefur Prentmet Odda lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prentmet Odda er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.

Prentsmiðjan vinnur skipulega að umhverfisstarfi m.a. varðandi efnisnotkun, sorpmeðhöndlun og pappírsnýtingu. Sérstakur lager er til staðar í prentsmiðjunni sem heldur utan um afskurð sem síðan er fullnýttur.

Stefna Prentmets Odda í umhverfismálum er:

  • Að taka mið af gildandi stöðlum um umhverfismál við stjórn fyrirtækisins
  • Að nota eftir því sem unnt er umhverfisvæn efni
  • Að tæki sem notuð eru til framleiðslu taki sem minnsta orku
  • Að stuðla að fullnýtingu úrgangs sem fellur til við framleiðslu
  • Að halda skaðlegum efnum og úrgangi frá starfseminni
  • Að skapa góð skilyrði fyrir starfsfólk til að framfylgja umhverfismarkmiðum. Starfsfólk er upplýst um það meðal annars í Prentmets Odda-skólanum
  • Að tryggja velferð starfsmanna og kappkosta að starfsumhverfi sé hreinlegt og heilsusamlegt

Hrein orka

Tækjakostur lágmarkar orkunotkun

Umhverfisvottaður pappír notaður við framleiðslu

Umhverfisvottaður farfi notaður við framleiðslu

Endurnýtanlegt hráefni

Stuðlað að full nýtingu úrgangs

Stuðningur við skógrækt

Eitt tré fellt =
Þrjú gróðursett