Haustið árið 2005 var stofnaður Prentmetskólinn fyrir starfsmenn Prentmets.
Það hefur sýnt sig að vel upplýstur starfsmaður hefur meiri starfsánægju og skilar betri starfsanda á vinnustað. Mjög mikilvægt er að allir hafi á tilfinningunni að þeirra störf séu nauðsynlegur hlekkur í keðju fyrirtækisins, að virðing sé borin fyrir störfum innbyrðis og að nokkur innsýn sé í verkefni samstarfsfólks.

Markmið skólans er:

  • Að upplýsa starfsmenn um starfsemi, umhverfi, þjónustu og framleiðslu fyrirtækisins.
  • Að starfsmaður fái svör við mikilvægustu spurningunum í hverri deild fyrir sig.
  • Að starfsmaður geti orðið almennt góður í að kynna fyrirtækið.

Hvað stendur M E T fyrir í Prent­metsskólanum?

  • M Menntun – Miðlun þekkingar – Metnaður.
  • E Endurmenntun – Endurgjöf.
  • T Taktur við tímann í þekkingu og þjónustu – Tækni – Tækifæri til að þroskast og þróast.

Allir starfsmenn PM sækja skólann. Ekki er alltaf sama fólkið í námshópi í hverri fræðslustöð. Reynt er að færa fólk til milli stöðva svo það kynnist sem flestum á vinnustaðnum. Það þarf því heldur ekki að bindast alltaf saman hópnum og er hægt þar af leiðandi að taka skólann eftir því sem hentar hverjum og einum, deildinni og fyrirtækinu. Eftir að starfsmaður hefur fengið kynningu á öllum deildum PM fær hann kynningu á framleiðsluferli vöru. Í lokin heldur hann létta kynningarræðu um PM. Starfsmenn fá viðurkenningarskjal og eru þá titlaðir sem sendiherrar PM.