Framþróun og tækniundur eru orð sem eiga vel við s.l. áratugi og má vel greina breytingu og byltingar innan prentgeirans. Gömlu aðferðinar eru orðnar úreltar fyrir löngu síðan og gömlu vélarnar þjóna meira hlutverki sem sýningargripir á sögusafni heldur en vinnslutól.

Prentmet hefur frá upphafi haldið föstum tökum í gömul tól og tæki og safnið lýtur betur út með hverju árinu. Til að mynda prýðir ganga okkar gömul bókbandspressa frá aldamótum 19. og 20. aldar. Einn gripur sem fannst niðurgrafin í geymslu er þessi gamla ritvél. Rykfallin og úrelt þjónaði hún sínu hlutverki ekki lengur en minningin um gamla mátan heldur lífi.

Ritvélin var mikið notuð á skrifstofum í lok 19. aldar og fram á áttunda áratug 20. aldarinnar þegar ritvinnsluforrit í tölvunum tóku við. Ritvélin á ættir sínar að rekja aftur til 18. aldar þegar vél sem svipaði til ritvélar var skráð með einkaleyfi í Bretlandi. Það er enginn einn sem er sagður hafa fundið upp ritvélina en margar velar líkri ritvélinni voru útbúnar á 18. og 19. öld en góðir kostir úr mörgum þeirra sameinuðust í þá þróun sem varð seinna meir. Enn þann dag í dag eru framleiddar ritvélar og það eru fyrirtækin Smith-Corona, Olivetti, Adler-Royal, Olympia og Brother sem gera það. Allar eru þær rafmagnsritvélar nema Olivetti framleiðslan sem er upp á gamla mátann.

Við hjá Prentmet ehf. höldum áfram að varðveita söguna og markmiðið er að deila henni með okkar viðskiptavinum á vefnum n.k. mánuði. Við hjá Prentmet erum framarlega á okkar markaði hvað varðar tækni og reynum að stuðla að framþróun. Við gleymum samt ekki hvaðan við komum því uppruninn segir til um hvert við stefnum !