Prentun á plastefni hvers konar verður nú leikur einn hjá Prentmeti. Þetta skapar fyrirtækinu gríðarlega samkeppnisforystu því Prentmet er eina prentsmiðjan sem getur boðið upp á þennan möguleika. “Við getum einnig boðið upp á langstærsta pappírsformatið. Sem dæmi um frábæra kosti þess að prenta með UV litum í stað hefðbundinna prentlita, þá getum við prentað á óhúðaðan pappír eins og t.d Munken Lynx pappír, sem tekur fyrir hefðbundna liti allt að 2 sólarhringa að ná nægjanlegum þurrki fyrir áframhaldandi vinnslu, en sé notast við UV prentun getum við afgreitt verkefnið nánast um leið og verkefnið kemur úr prentvélinni. Aðrir kostir eru að sjálfsögðu þeir að þar sem litirnir þorna á augabragði þá verður háglanslökkun In-Line leikur einn, gljááferðir lakkanna njóta sín til fulls. Þetta gerir Roland 706 vél Prentmets að einstakri vél á íslenskum prentmarkaði og þó víðar væri leitað” sagði Hörður Sigurbjarnason, verkstjóri í prentdeild.