Vélaborg hefur endurnýjað þjónustusamning sinn við Prentmet. Að sögn Sverris Geirmundssonar hjá Vélaborg er ein aðalástæðan sú hversu framúrskarandi þjónustan hjá Prentmet hefur verið allan tímann sem fyrirtækið hefur verið í viðskiptum, eða allt frá stofnun Vélaborgar. Sterkt fyrirtæki eins og Vélaborg velur sér sterkan samstarfsaðila eins og Prentmet. Vélaborg, sem var stofnað árið 2004, er innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Helstu viðskiptavinir eru bændur, verktakar og fyrirtæki í flutningageiranum. Vélaborg hefur skipað sér sess sem einn af stærstu þjónustuaðilum í vélasölu hérlendis. Fyrirtækið selur m.a. vélar til bænda, lyftara, vöru- og sendibíla og ýmsar rekstrar- og smávörur.

„Styrkur Prentmets liggur í góðri persónulegri þjónustu,” segir Sverrir. „Örvar Þór Guðmundsson viðskiptastjóri, sem sér um Vélaborg, veitir faglega ráðgjöf um prentun og pappír og uppsetningin á prentefninu er undantekningalaust vel gerð. Hann gerir fyrir okkur áætlanir sem standast bæði með verð og tíma. Það er einmitt þetta sem við erum að leita að og finnum í samstarfinu við Prentmet.

Vélaborg gefur út töluvert af prentuðu efni, eins og vörulista, fréttabréf o.þ.h. Það er þægilegt og mikill sparnaður í því að láta Prentmet, auk prentunarinnar, sjá um að pakka blöðunum í plast ef þess þarf, prenta límmiða með nöfnum viðtakenda og keyra efnið út á póstdreifingarstöð.”

Af reynslu Sverris hjá Vélaborg í gegnum tíðina er hröð og fagleg þjónusta, gæði prentunar og persónuleg samskipti það sem fyrirtæki ættu að leita eftir. „Ég get hiklaust mælt með Prentmeti til þess að uppfylla þær þarfir,” segir Sverrir. „Vélaborg er í gríðarlegum vexti og þarf því á öflugum samstarfsaðila að halda sem getur þjónustað okkur á faglegum nótum samkvæmt áætlun eða með litlum eða engum fyrirvara. Það hefur Prentmet gert og sýnt okkur og sannað að þeir eru fullfærir í þetta enda að okkar mati ein sterkasta prentsmiðja landsins.“