Á dögunum undirrituðu Stefán Hrafn, markaðsstjóri Skýrr og Hilmar Halldórsson, verkefnastjóri markaðssviðs Prentmets þjónustusamning við Skýrr.  Með samningnum mun Prentmet sjá um alla prentun fyrirtækisins. Tæknibreytingar undanfarinna missera kalla fram nýjar þarfir í prentvinnslu og hafa Skýrr og Prentmet unnið saman í þessari þróun. Markpóstur og fjöllitaprentun er að aukast en tölvupappírsprentunin að minnka. Það sem forsvarsmenn Skýrr hafa kunnað að meta í viðskiptum sínum við Prentmet er hraðinn, gæðin og persónuleg þjónusta – ásamt því að verð eru mjög sanngjörn og tilboð vel sett fram og á mettíma. Skýrr lítur til framtíðar með samningi sem þessum og markmiðið er að draga úr prentkostnaði og auka hagræði beggja fyrirtækjanna í rekstri.