Hvað finnst þér um þjónustu Prentmets almennt séð á skalanum 1-5?

Í febrúar sl. gerði GCG stjórnunarráðgjöf viðamikla viðhorfskönnun meðal 100 stærstu viðskiptavina Prentmets og allra auglýsingastofa sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Stjórnendur PM vildu kanna hug viðskiptavina, bæði núverandi, fyrrverandi og væntanlegra, til þjónustu, verðlagningar, gæða, kynningarstarfsemi o.fl.

Í stað þess að nota hefðbundið spurningaform og stórt úrtak var ákveðið að nota minna úrtak en jafnframt nota „in-depth“ aðferð, þar sem hverri spurningu er fylgt eftir með annarri. Er það gert til að gera sér betur grein fyrir því hvað felst í svörum viðkomandi aðila.  

Niðurstöður könnunarinnar voru mjög góðar. Samkvæmt henni má segja að orðstír Prentmets sé góður og að fyrirtækið sé almennt þekkt sem prentsmiðja er býður upp á lausnir við öllu mögulegu sem ómögulegu. Hraði og ótakmörkuð þjónustulund einkenni Prentmet.