Prentmet prentaði bókina ,, Sagan af Klaustrinu á Skriðu“ eftir Steinunni Kristjánsdóttur. Bókin er gefin út fyrir framlag frá Bókmenntasjóði, Rannís, Þjóðminjasafni og Alþingi. Höfundur vann að ritun hennar í stöðu dósents við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Úrvinnsla gagna vegna rannsóknarinnar, sem er grunnurinn að þessari bók, fór fram innan þessara tveggja stofnana, í Reykjavíkur Akademíunni og á Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri.

Í þessari bók er saga staðarins rakin, sagt frá leitinni að klaustrinu og óvæntum niðurstöðum uppgraftarins sem er nýlokið. Hann stóð yfir í áratug, einn sá víðamesti sem ráðist hefur verið í um árabil á Íslandi.

Í bókinni eru yfir 150 ljósmyndir, kort og teikningar. Steinunn Kristjánsdóttir segir frá klaustrinu og uppgreftinum á fjörugan og skemmtilegan hátt, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Fyrir lesendum opnast heimur trúar og valds, lífs og dauða.

Steinunn Kristjánsdóttir er þakklát fyrir prentunina á bókinni og gaf þjónustunni Prentmet góða umsögn:

,,Ég fékk bókina seinnipartinn í gær, svo allt stóðst nákvæmlega hjá ykkur og hún er líka ofboðslega vel unnin hjá ykkur, svo ég er bæði þakklát og glöð “

Bókin er tileinkuð þeim sem jarðaðir voru í Skriðuklausturskirkjugarði.

Starfsfólk Prentmets óskar Steinunni til hamingju með vel unnið störf og glæsilegt rit.