Í bókavinnslu okkar framleiðum við allar gerðir dagbóka. Við sérmerkjum dagbækurnar þínu fyrirtæki og/eða nöfnum starfsfólks og viðskiptavina. Viðskiptastjórar okkar eru reiðubúnir til að veita þér nánari upplýsingar um dagbækur.
Óhúðaður skrifpappír
90-120 gr.
Gormuð

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.