Fallegt umslag sem kynnir vöru og þjónustu fyrirtækisins vekur athygli. Það verður sífellt algengara að fyrirtæki láti prenta umslög í fullum lit og því hefur Prentmet Oddi komið sér upp öflugum vélakosti til þess að annast slíka prentun. Umslag opnast á langhlið, en pokaumslag opnast á skammhlið. Yfirleitt eru umslög sjálflímandi eða með límborða, en ef um umslög til vélpökkunar er að ræða, eru þau vatnslímd. Auk hefðbundinna umslaga bjóðum við upp á margar gerðir og stærðir af frumlegum og fallegum umslögum fyrir ýmiskonar tækifæri, t.d. boðskort, markpóst o.fl.
Ertu kannski að leita að þessu?

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.