Myndarlegur hópur 34 starfsmanna útskrifaðist úr Prentmetsskólanum miðvikudaginn 28. maí. Fyrirtækið bauð starfsmönnum sínum upp á snittur og gos. Nú hefur um helmingur starfsmanna lokið almennu námi í Prentmetsskólanum og hlotið titilinn „Sendiherra Prentmets“.

Markmið Prentmetsskólans er:
– Að upplýsa starfsmenn um starfsemi, umhverfi, þjónustu og framleiðslu fyrirtækisins.
– Að starfsmaður fái svör við mikilvægustu spurningunum í hverri deild fyrir sig.
– Að starfsmaður geti orðið góður í að kynna fyrirtækið.

Að sögn forsvarsmanns skólans hefur þekking, starfsánægja og samstarf starfsmanna aukist, svo og tengsl þeirra á milli með tilkomu Prentmetsskólans. Nú veit fólk betur hvar og hjá hverjum það getur nálgast réttu upplýsingarnar.

Í haust mun Prentmet opna Prentmetsskólann fyrir auglýsingafólki og mun fyrirtækið í fyrstu bjóða starfsfólki einnar auglýsingastofu í einu með starfsfólki Prentmets á fræðslustöðvar. Einnig verður komið á fræðslufundum hjá fagfólki hérna innandyra.