Dagatal Prentmet Odda 2026

Dagatal Prentmet Odda fyrir árið 2026 er komið út. Að þessu sinni er þemað íslenskir fuglar, en ljósmyndarinn Jóhann Óli Hilmarsson fangar þá á einstaklega litríkan og fallegan hátt. Prentgripurinn er Svansvottaður.

Jóhann Óli er meðal fremstu fuglafræðinga og fuglaljósmyndara landsins. Hann hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á Degi íslenskrar náttúru 16. september 2024 fyrir framlag sitt til náttúruverndar. Hann er höfundur metsölubókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, sem hafa komið út í um 40.000 eintökum víða um heim. Jóhann hefur lengi lagt áherslu á myndir af fuglum og náttúru í víðum skilningi og er jafnframt formaður Fuglaverndar. Hann hefur haldið fjölda námskeiða, fyrirlestra og myndasýninga, og birtust verk hans víða á alþjóðavettvangi.

Einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast eitt dagatal sér að kostnaðarlausu í húsakynnum okkar í Reykjavík, eða í útibúum okkar á Selfossi og Akureyri.

Til að panta fleiri en eitt dagatal er hægt að smella á „Panta dagatal Prentmet Odda 2026“ hér fyrir neðan eða hafa samband við söludeild okkar í gegnum netfangið sala@prentmetoddi.is eða í síma 5 600 600.