Loading...

Framkvæmdabókin er meira en dagbók

Framkvæmdabókin hefur sannað sig sem eitt besta tækið til að skipuleggja vinnubrögð, setja sér markmið og láta hlutina gerast.

Panta framkvæmdabók

Framkvæmdabókin hjálpar við að:

  • Skipuleggja vinnubrögð
  • Setja sér markmið
  • Koma hlutum í verk

Hver opna samanstendur af:

  • Dagbókarhluti
  • Mál sem ég ætla að afgreiða í vikunni
  • Markmið og verkefni sem unnið verður í vikunni
  • Framseld verkefni vikunnar

„Eitt stærsta vandamálið sem snýr að fyrirtækjum í dag er að hlutir sem eiga að gerast, gerast ekki og verkefni fara af stað en deyja út, vegna þess að málum er ekki fylgt eftir.“
– R. Charan

Frábært tól fyrir starfsfólkið þitt

Gefðu því starfsmönnum þínum, „eitthvað meira en dagbók“, gefðu þeim Framkvæmdabókina 2024, tæki sem hjálpar þeim að fylgja málum eftir og láta hlutina gerast!

ATH! Hægt er að sérmerkja bækurnar með nafni fyrirtækis og starfsmanns.

Pantaðu þitt eintak með því að senda póst á sala@prentmetoddi.is, í hringja síma 5 600 600 eða með því að fylla út formið hér að neðan.

Panta framkvæmdabók

Skipulag sem virkar

Dagbókarhluti

Á hverri síðu er dagbókarhluti fyrir alla daga vikunnar.

Dagbókafærslur eiga að takmarkast við verkefni sem þú ætlar að klára og fundi sem þú þarft að sitja á fyrirfram skipulögðum tímasetningum.

Mál til afgreiðslu

Verkefni sem eiga að klárast fyrir vikulok.

Öll ólokin verkefni á borð við símtöl, tölvupósta, skjalavinnslu og önnur erindi sem þú átt eftir og hefur ekki tíma til að klára strax.

Markmið vikunnar

Settu þér skrifleg og skýr markmið.

Skráðu verkliðina sem þarf að framkvæma og hver ber ábyrgð á framkvæmdinni þegar þú skipuleggur verkefni.

Framseld verkefni

Verkefni sem þú hefur falið öðrum að klára.

Skráðu hvað þarf að gera, hver þarf að gera það og hvenær það á að vera klárt þegar þú skipuleggur verkefni.

Sölustaðir