Loading...

Auglýsingar birtast okkur hvar sem við förum. Við val á auglýsingu þarf að meta markhópinn og finna réttu nálgunina. Vinsæl aðferð í auglýsingum er markpóstur, þar sem hægt er að ná til fjölda fólks á stórum svæðum með tiltölulega litlum kostnaði. Í fjölmiðlum berjast fyrirtæki um besta auglýsingatímann og eru þar í harðri samkeppni við aðrar auglýsingar. Fyrir þá sem vilja koma einföldum skilaboðum á framfæri án samkeppni við aðra auglýsendur er góð leið að senda markpóst.

Hvað er átt við með markpósti?

Markpóstur er auglýsing sem send er inn á heimili og/eða fyrirtæki á fyrirfram ákveðnum svæðum, bæjarfélögum eða póstnúmerum.

Hvernig markpóst get ég sent út?

Markpóstur getur verið jafn fjölbreyttur og hugmyndir hönnuðarins eru. Vinsæll markpóstur er til dæmis einblöðungar og bæklingar sem dreift er inn á heimili og í fyrirtæki. Oft eru unnin stærri og flóknari ímyndarefni, vörulistar og umbúðir til sendingar til markhópa eða viðskiptavina. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir.

Hvernig geta umbúðir verið markpóstur?

Umbúðir bjóða upp á möguleika á að sýna grafík í þrívíðu formi. Auglýsingar snúast um að fanga athyglina og þegar henni hefur verið náð, að halda henni. Umbúðir, sem markpóstur, er því tilvalin leið að því markmiði.

Fáðu tilboð

Hagnýtar upplýsingar

Afgreiðslutími

1-5 virkir dagar

Prentun

Offset prentun
Stafræn prentun

Algengur pappír

100-350gr. Satin
100-350gr. Zigler
100-300gr. Munken

Útfærslur

Það skemmtilega við markpóst er að hugarflugið fær að ráða. Við getum framleitt nánast hvað sem er. Leitaðu upplýsinga hjá sölumanni til að fá verð í þína hugmynd.

Viðbótarþjónusta

Nafnamerking
Pökkun