Við hjálpum þér að þróa umbúðirnar fyrir þína vöru
Prentmet Oddi framleiðir umbúðir fyrir fjölda íslenskra og erlendra fyrirtækja sem dreifa vöru sinni á alþjóðamarkað, s.s. fyrirtæki í sjávarútvegi, matvæla- og sælgætisframleiðslu, lyfjaiðnaði, snyrtivöruframleiðslu o.fl.
Fyrirtækið mætir ýtrustu kröfum á sviði umbúðaprentunar og veitir ráðgjöf við vöruþróun, formhönnun, prentun, hráefni og allt annað er varðar umbúðir. Við bjóðum upp á skamman afgreiðslutíma sem þýtt getur minna lagerhald og rekstraröryggi fyrir viðskiptavini.
Möguleikar í framleiðslu
Mikil reynsla
Hjá okkur starfar fagfólk með áratuga reynslu í umbúðagerð. Þú mætir til okkar með vöru þína og formhönnuðir okkar finna með þér réttu lausnina. Við bjóðum upp á ýmsa möguleika og nýjungar í formhönnun bæði varðandi form og útlit. Það skiptir miklu máli að útlit og notagildi fari vel saman í hönnun á umbúðum.
Ef þú ert að teikna eða hanna umbúðr og vantar stansateikningu eða tæknilega aðstoð, sendu þá tölvupóst á formhönnuði okkar þ.e. gudbjorg@prentmet.is og haraldur@prentmet.is.