Loading...

Við hjálpum þér að þróa umbúðirnar fyrir þína vöru

Prentmet Oddi framleiðir umbúðir fyrir fjölda íslenskra og erlendra fyrirtækja sem dreifa vöru sinni á alþjóðamarkað, s.s. fyrirtæki í sjávarútvegi, matvæla- og sælgætisframleiðslu, lyfjaiðnaði, snyrtivöruframleiðslu o.fl.

Fyrirtækið mætir ýtrustu kröfum á sviði umbúðaprentunar og veitir ráðgjöf við vöruþróun, formhönnun, prentun, hráefni og allt annað er varðar umbúðir. Við bjóðum upp á skamman afgreiðslutíma sem þýtt getur minna lagerhald og rekstraröryggi fyrir viðskiptavini.

Umbúðir. Bónus. Jólatré. GeoSilica.
Umbúðir. Omnom Chocolate.

Möguleikar í framleiðslu

  • Pappír: Mattur eða hálfglans

  • Laminering: Matt, gloss, gull eða silfur

  • UVI-lökkun

  • Spottlökkun

  • Fólíuþrykking

  • Upphleyping/niðurþrykking

Mikil reynsla

Hjá okkur starfar fagfólk með áratuga reynslu í umbúðagerð. Þú mætir til okkar með vöru þína og formhönnuðir okkar finna með þér réttu lausnina. Við bjóðum upp á ýmsa möguleika og nýjungar í formhönnun bæði varðandi form og útlit. Það skiptir miklu máli að útlit og notagildi fari vel saman í hönnun á umbúðum.

Ef þú ert að teikna eða hanna umbúðr og vantar stansateikningu eða tæknilega aðstoð, sendu þá tölvupóst á formhönnuði okkar þ.e. gudbjorg@prentmet.is og haraldur@prentmet.is.

Umbúðir. Pure Icelandic Dried Fish.

Umhverfisvænar vörur – framleiddar á Íslandi

Allar öskjur hjá okkur eru framleiddar á pappír sem kemur frá nytjaskógum í Evrópu. Þegar tré er fellt er aðeins efsti hluti þess, ca. 13%, nýttur í pappírsframleiðslu, hinn hlutinn fer í húsbyggingar, húsgagnagerð og orkuvinnslu. Þannig stuðlum við að skógrækt, sem er eitt af því besta fyrir loftslagið og umhverfið. Við framleiðslu hjá umhverfisvottuðu fyrirtæki á Íslandi er notuð hrein orka sem dregur úr kolefnissporum sem verða við flutning á fullunninni vöru sem kemur erlendis frá. Fá lönd bjóða upp á jafn hreina orku og Ísland. Algengt er að prentsmiðjur erlendis brenni mengandi kolum til að knýja fram orku við framleiðslu sína. Prentfarvinn sem við notum við umbúðaframleiðslu er unninn úr endurnýjanlegum hráefnum og úr jurtaolíu. Ekki eru notuð nein eitruð eða skaðleg efni.

Vertu með þína vöru í umhverfisvænum umbúðum framleiddum á Íslandi.