Litabókin „Ýma tröllastelpa byrjar í skóla“ fjallar um hætturnar sem leynast í umferðinni fyrir yngstu skólabörnin og hvernig hægt er að varast þær.

Prentmet ehf., Umferðarráð og Lögreglan hafa einsett sér að sjá til þess að hvert einasta 6 ára barn fái þessa bók afhenta í byrjun skólaársins 2002, persónulega af Lögreglunni þar sem því verður við komið.

Ýma er stór og klunnaleg tröllastelpa sem þarf að komast heil á höldnu í skólann. En Ýma hefur ekki verið í umferðaskólanum eins og hin 6 ára börnin svo að umferðin reynist henni afar hættuleg. Með hjálp góðra barna nær hún að læra mikilvæg umferðaratriði á leiðinni og komast heil í skólan.

Börnin lita og foreldrar og kennarar lesa textann fyrir börnin.
Markmiðið með þessu verkefni er að draga úr slysum á börnum í umferðinni með aukinni fræðslu til barna og með þátttöku foreldra og kennara.

Öll hugmyndavinna, hönnun og prentun er unnin og gefin af Prentmet ehf. sem með því vill leggja sitt af mörkum til bætts umferðaröryggis barna. Samstarfsaðilar eru sem fyrr segir lögreglan og Umferðarráð.

Okkar ósk er að efnið komist vel til skila þannig að það megi þjóna sem best tilgangi sínum og sameiginlegum hagsmunum allra.

Smelltu HÉR til að hlaða niður litabókinni hennar á pdf formi.