Prentmet Oddi er góður kostur fyrir útgefendur sem samstarfsaðili í prentun bóka.
Við hjá Prentmet Odda státum af úrvals fagfólki í hönnun, umbroti, prentun og bókbandi á bókinni þinni. Bókaprentun er vandmeðfarið ferli þar sem huga þarf að hagkvæmni og fallegu sölulegu útliti. Við kappkostum að veita þér sem besta þjónustu og leiðsögn til að skila þér fallegum prentgrip. Meðal verkefna sem hafa verið unnin hjá okkur eru listaverkabækur, ævisögur, fræðibækur, skáldsögur, ljóðabækur, dagbækur og margt fleira.
Bókavinnsla okkar gefur mikla möguleika. Við bjóðum alhliða bókavinnslu í fullkominni framleiðslulínu. Hvort sem það eru kiljur eða harðspjaldabækur, lítil eða stór upplög, þá leysum við verkið vel af hendi. Við bjóðum einnig frumlega unnar kápur með ýmiskonar lakkáferð, hlutalökkun, upphleypingu, þrykkingu, gyllingu og stönsun. Við höfum jafnan mikið úrval af pappír og bókbandsefnum.
Hjá okkur ert þú í góðu sambandi við fagfólk og getur fylgst vel með vinnslunni á öllum stigum framleiðslunnar. Bækurnar eru fullunnar í prentsmiðjunni.
Viðskiptastjórar okkar aðstoða við að finna réttu lausnina fyrir þig.
Mattur pappír
Hentar vel fyrir prentgripi með miklum texta og fáum myndum.
Silkihúðaður pappír
Hentar vel fyrir prentgripi með mikið af myndum. Hann er ekki háglans, þannig hann hentar líka vel fyrir texta.
Óhúðaður pappír
Hentar vel fyrir prentgripi sem á að skrifa á.
Harðspjalda
Kilja
Gormun
Hentar vel fyrir kennslubækur og skýrslur.
Ertu kannski að leita að þessu?

ÁBYRG PRENTUN FYRIR BETRA UMHVERFI
Við hjá Prentmet Odda leggjum mikla áherslu á umhverfisábyrgð og stöðuga þróun í sjálfbærri prentframleiðslu. Með okkar Svansvottuðu framleiðsluferlum tryggjum við að vörur okkar uppfylli ströngustu kröfur um lágmörkun á skaðlegum efnum og minni sóun.
Oddi fékk Svansvottun 2009, Prentmet 2011 og útibú Prentmets 2012. Svansvottun Prentmet Odda þýðir að fyrirtækið er í fremstu röð prentsmiðja hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.