Enn bætir Prentmet við þjónustuflóru sína!
Í nóvember á síðasta ári gerði Prentmet samning við veitingakeðjuna Metró um framleiðslu umbúða fyrir vörur þeirra. Til þess að geta sinnt þörfum Metró, festi Prentmet kaup á sérhæfðri vél til þeirrar framleiðslu og varð fyrir valinu vél frá Heiber Schröder í [...]
Glæsileg listaverkabók fyrir Listasafn Reykjavíkur
Prentmet prentaði bókina Ljóslitlífun fyrir Listasafn Reykjavíkur, sem er um leið sýningarskrá vegna sýningar 11 framsækinna listamanna í Hafnarhúsinu. Við hvetjum fólk til að fara og skoða þessa litríku sýningu sem stendur til 11.apríl 2010.
Gátusnillingur ársins 2009
Þriðjudaginn 29. desember 2009 voru veitt verðlaun fyrir Gátusnilling ársins 2009.Gáturnar voru á vef Prentmets og dagatölum fyrir árið 2009 og eru eftir Kristján Helga Benediktsson hagyrðing. Fyrstu verðlaun og viðurkenninguna sem Gátusnillingur ársins 2009 hlaut Guðbjörg Ingimundardóttir, önnur verðlaun hlaut Guðmundur [...]
Sex ára farsælt samstarf
Það er gaman frá því að segja að Nói Síríus var fyrsti viðskiptavinurinn sem gerði samning við Prentmet um umbúðaframleiðslu þegar hún hófst fyrir sex árum. Mikil ánægja hefur verið með samstarfið allt frá upphafi og hefur það einkennst af mikilli fagmennsku [...]
Ýma og Olweusarverkefnið
Nú hafa allir skólar landsins fengið í hendurnar litabókina um Ýmu tröllastelpu ,,Ég vil fá að vera ég sjálf“ sem er ætluð öllum 6 ára börnum á Íslandi. Olweusarverkefnið gegn einelti hefur slegist í för með Prentmeti og Regnbogabörnum. Bókin er gjöf [...]
Blað númer tvö þúsund hjá Dagskránni
Í dag, fimmtudaginn 23. júlí kom út tölublað númer tvö þúsund hjá Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands á Selfossi frá því að fyrsta blaðið kom út 1. mars 1968. Dagskráin er eitt af elstu héraðsfréttablöðum landsins og kemur út á hverjum fimmtudegi og er [...]
Sumar og fjölskylduhátíð Prentmets 2009
Prentmet stóð fyrir sinni árlegu sumar- og fjölskylduhátíð í Miðdal í landi Félags bókagerðarmanna um síðustu helgi, sem tókst í alla staði frábærlega. Boðið var upp á leiki og sprell fyrir börn og fullorðna og á laugardagskvöldinu grillaði snilldarkokkurinn Guðmundur Ragnarsson frá [...]
Kjarni Íslands – stórglæsileg ljósmyndabók
Kjarni Íslands, stórglæsileg ljósmyndabók er komin út hjá Sölku, á stærðinni 23x30 cm og er 152 bls. Bókin er eftir Kristján Inga Einarsson ljósmyndara en Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðvísindamaður færir hughrif landslagsins í orð. Kjarni Íslands er gefin út í [...]
Glæsileg listaverkabók prentuð í Prentmet
Prentmet prentaði glæsiverk fyrir jólin. Um er að ræða listaverkabók með myndum eftir Elías B. Halldórsson listmálara. Höfundar bókarinnar eru Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og bókmenntafræðingur, Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, blaðamaður og bókmenntafræðingur, Gyrðir Elíasson rithöfundur, Sigurlaugur Elíasson myndlistarmaður og ljóðskáld og Nökkvi [...]
Sannkölluð jólastemming í Prentmet
Síðustu föstudaga fyrir jól hefur starfsfólk Prentmets klæðst einhverju rauðu og skapað þar með góða jólastemmningu. Jólasveinahúfurnar voru mjög vinsælar og höfðu viðskiptavinir mjög gaman af uppátækinu. Starfsfólk Prentmets óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári.