Kaup Prentmets á Félagsbókbandinu-Bókfell hf.

5. mars, 2003|Fréttir|

Föstudaginn 28. febrúar sl. keypti Prentmet Félagsbókbandið-Bókfell, sem var stofnað árið 1988 af Einari Egilssyni forstjóra og Leifi Gunnarssyni verkstjóra. Félagsbókbandið-Bókfell hf. var stofnað úr tveimur fyrirtækjum, þ.e. Félagsbókbandinu, sem stofnað var árið 1903 af Guðmundi Gamalíelssyni, og Bókfell, sem stofnað var [...]

Undirritaður samningur um kaup á stans og límingarvél

11. febrúar, 2003|Fréttir|

Undirritaður samningur um kaup á stans og límingarvél til umbúðaframleiðslu. Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Prentmets og Pierpaolo Gamba umboðsaðili Bobst í Skandinavíu undirrita samning um kaup Prentmets á límingarvél og stansvél. Um er að ræða fullkomnustu tæki slíkrar tegundar hérlendis til umbúðaframleiðslu.

Íslendingabók

4. febrúar, 2003|Fréttir|

Á undanförnum dögum höfum við verið að prenta bréf sem margir hafa verið að bíða eftir. Þetta eru upplýsingar um notendanafn og lykilorð fyrir þá sem hafa skráð sig á vef Íslenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar ehf. Alls hafa verið prentuð núna [...]

Prentmet flytur í glæsileg húsakynni

22. nóvember, 2002|Fréttir|

Prentmet hefur keypt og flutt alla starfsemi sína í glæsilegt 3800 fm atvinnuhúsnæði að Lynghálsi 1. Flutningar fóru aðalega fram helgina 20 - 22 desember. Húsnæðið var keypt af DeCode. Hans Petersen byggði þetta hús árið 1981 og var með starfsemi sína [...]

Styrktarsamningur við ÍMARK

19. nóvember, 2002|Fréttir|

Prentmet hefur gert styrktarsamning við Ímark sem er félag Íslensks markaðsfólks. ÍMARK var stofnað árið 1986 og er félagsskapur einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur félagsins er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að [...]

Ný prentvél væntanleg

24. október, 2002|Fréttir|

Föstudaginn 18. október hélt Prentmet upp á 10 ára afmæli sitt. Þá var einnig gengið frá kaupum á nýrri prentvél frá Markúsi Jóhannssyni. Um er að ræða 6 lita Man Roland 706 með tvöföldu lakkkerfi (Water Bace / UV). Prentformatið er 740x1040 [...]

Vel heppnuð afmælisveisla

20. október, 2002|Fréttir|

Á þessu ári eru liðin tíu ár frá stofnun Prentmets. Af því tilefni var haldin veisla á Broadway 18. október. Einnig var haldið upp á afmæli dótturfyrirtækjanna Fjölritunarstofu Daníels, sem er 75 ára, og Prentverks Akraness, sem er 60 ára. Afmælisveislan þótti [...]

Afmæli

18. október, 2002|Fréttir|

Í dag, 18. október, höldum við upp á 10 ára afmæli Prentmets. Um leið höldum við upp á 75 ára afmæli Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar og 60 ára afmæli Prentverks Akraness. Við erum því í sérstöku hátíðarskapi í dag og endum hann með [...]

Samningur við Athygli

18. október, 2002|Fréttir|

Prentmet og Athygli skrifuðu undir samning á prentun á bæklingi fyrir ÁTVR þann 17. október s.l. Bæklingurinn heitir "Nýtt í vínbúðinni" og mun m.a. kynna vín í reynslusölu ásamt sérlista. Bæklingurinn verður prentaður í 10.000 eintökum og kemur út 6 sinnum á [...]

Ýma tröllastelpa byrjar í skóla

12. september, 2002|Fréttir|

Litabókin "Ýma tröllastelpa byrjar í skóla" fjallar um hætturnar sem leynast í umferðinni fyrir yngstu skólabörnin og hvernig hægt er að varast þær. Prentmet ehf., Umferðarráð og Lögreglan hafa einsett sér að sjá til þess að hvert einasta 6 ára barn fái [...]